Vísindi og meðferð sem gagnast einhverfum:
Margmiðlunarefni fyrir foreldra og fagfólk
Foreldrar barna sem greinst hafa með einhverfu standa frammi fyrir fjölda „meðferða“ sem getur verið ruglingslegt að átta sig á. Alþjóðlegar samantektir á rannsóknum benda hins vegar á mikilvægi þess að fræðsla til foreldra og kennsla barnanna byggi á sannreyndum aðferðum. Vísindagrein um hegðun (Applied Behaviour Analysis) leggur grunn að árangursríkustu meðferðunum. Samt sem áður er alvarlegur skortur á þjálfunarnámskeiðum í Evrópu sem veita fagfólki þann undirbúning sem þarf til að mæta þörfum foreldra og barna (sjá BACB). Til þes að mæta þessum áhyggjum og takast á við þær goðsagnir sem hafa komið fram um hagnýta atferlisgreiningu, hefur Leonardo, sá hluti af áætlun Evrópusambandsins sem nefnist Lifelong Learning Programme (Nám alla ævi),veitt styrk til nýsköpunar margmiðlunarefnis. Efnið var fyrst þróað á Norður-Írlandi af foreldrasamtökum sem nefnast Parents' Education as Autism Therapists – PEAT (Menntun foreldra sem meðferðaraðila fyrir einhverfa) og af atferlisfræðingum frá háskólanum í Ulster. Margmiðlunarefnið, sem nefnist Simple Steps (Skref fyrir skref), felur meðal annars í sér viðtöl við foreldra, hreyfimyndir, upptökur af þjálfun og skrifaðan texta, sem til samans miða að því að kenna meginreglur hagnýtrar atferlisgreiningar (Applied Behaviour Analysis). Markmiðið er að sýna á hvern hátt vísindaleg vinnubrögð hafa áhrif á möguleika okkar á að nýta til fullnustu námstækifæri barna með einhverfu. Ef við getum hjálpað foreldrum að öðlast færni í því að kenna barninu á heimilinu, þá verður auðveldara að samhæfa þessi námstækifæri þeim sem skólinn sér barninu fyrir. Vitaskuld munu foreldrar eftir sem áður þurfa á ráðgjöf fagaðila að halda, sem hefur hlotið þjálfun í hagnýtri atferlisgreiningu sem uppfyllir alþjóðlegar kröfur.
Verkefnið sem Leonardo styrkir nefnist STAMPPP (Science and the Treatment of Autism: A Mulimedia Package for Parents and Professionals - Vísindi og meðferð einhverfu: Margmiðlunarefni fyrir foreldra og fagfólk). Markmið fyrri styrkveitingar var að uppfæra upphaflega Simple Steps kennsluefnið og þýða það á þýsku, norsku og spænsku. Þátttökulöndin fengu hvert um sig 1000 eintök sem þau dreifðu ókeypis. Verkefnið fékk viðurkenningu Evrópusambandsins sem dæmi um framúrskarandi verkefni. Jafnframt var undirstrikað að verkefnið væri fyrirmynd að viðurkenndu verklagi í tengslum við blöndun (Inclusion).
Þeir sem tóku upphaflega þátt í STAMPPP
Bretland
Dr. Mickey Keenan BCBA-D, University of Ulster (verkefnisstjóri)
Dr. Stephen Gallagher BCBA-D, University of Ulster
Prófessor K. Dillenburger BCBA-D, Queen’s University, Belfast
Dr. Tony Byrne, frá foreldrasamtökunum PEAT
Nichola Booth BCBA, frá foreldrasamtökunum PEAT
Dr. Neil Martin BCBA-D, frá margmiðlunarfyrirtækinu Antam og fulltrúi Evrópusamtaka um hagnýta atferlisgreiningu European Association for Behaviour Analysis
Þýskaland
Dr. Hanns Rüdiger Röttgers, prófessor
Dr. Bernhard Brugger, prófessor
University of Applied Sciences, Münster
Noregur
Dr. Børge Strømgren, Akershus University College
Spánn
Dr. Luis Antonio Pérez González, University of Oviedo
Dr. Hanns Rüdiger Röttgers, prófessor hafði þetta að segja um Simple Steps:
„Ég hef haldið fjölda fyrirlestra á ráðstefnum um kosti þess að nota efni sem er búið til af leiðandi aðilum á sviði hagnýtrar atferlisgreiningar, þegar kemur að því að kenna þessi fræði. Síðustu fyrirlestrarnir sem ég hélt voru á ársþingi Þýsku vísindasamtakanna fyrir einhverrfurófsraskanir (WTAS) í Berlín árið 2011 og á ársþingi Evrópsku geðlæknasamtakanna í Vínarborg árið 2011. Viðbrögðin voru jákvæð í alla staði og ýttu undir mikinn áhuga þeim möguleikum sem þetta margmiðunarefni hefur til þess að fylla það skarð sem er að finna þegar kemur að dreifingu nákvæmra upplýsinga um hagnýta atferlisgreiningu.“
STAMPPP II
Leonardo hefur veitt styrk til frekari uppfærslu og þýðinga á Simple Steps efninu. Auk þess að uppfæra nokkra hluta með nýjum hreyfimyndum, þá mun efnið verða aðgengilegt á netinu fyrir þau lönd sem taka þátt í verkefninu. Þátttakendur að þessu sinni eru:
Bretland
Dr. Mickey Keenan BCBA-D, University of Ulster (verkefnisstjóri)
Dr. Stephen Gallagher BCBA-D, University of Ulster
Prófessor K. Dillenburger BCBA-D, Queen’s University, Belfast
Dr. Tony Byrne, frá foreldrasamtökunum PEAT
Nichola Booth BCBA, frá foreldrasamtökunum PEAT
Dr. Neil Martin BCBA-D, frá margmiðlunarfyrirtækinu Antam og fulltrúi Evrópusamtaka um hagnýta atferlisgreiningu European Association for Behaviour Analysis
Ítalía
Prófessor Paolo Moderato, Institute G.P. Fabris, IULM University, Milan
Svíþjóð
Dr. Lise Roll-Pettersson BCBA-D, Stockholm University
Holland
Dr. Jacqueline Schenk, Erasmus University Rotterdam
Ísland
Sigríður Lóa Jónsdóttir sálfræðingur, Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins
Verkefnið sem Leonardo styrkir nefnist STAMPPP (Science and the Treatment of Autism: A Mulimedia Package for Parents and Professionals - Vísindi og meðferð einhverfu: Margmiðlunarefni fyrir foreldra og fagfólk). Markmið fyrri styrkveitingar var að uppfæra upphaflega Simple Steps kennsluefnið og þýða það á þýsku, norsku og spænsku. Þátttökulöndin fengu hvert um sig 1000 eintök sem þau dreifðu ókeypis. Verkefnið fékk viðurkenningu Evrópusambandsins sem dæmi um framúrskarandi verkefni. Jafnframt var undirstrikað að verkefnið væri fyrirmynd að viðurkenndu verklagi í tengslum við blöndun (Inclusion).
Þeir sem tóku upphaflega þátt í STAMPPP
Bretland
Dr. Mickey Keenan BCBA-D, University of Ulster (verkefnisstjóri)
Dr. Stephen Gallagher BCBA-D, University of Ulster
Prófessor K. Dillenburger BCBA-D, Queen’s University, Belfast
Dr. Tony Byrne, frá foreldrasamtökunum PEAT
Nichola Booth BCBA, frá foreldrasamtökunum PEAT
Dr. Neil Martin BCBA-D, frá margmiðlunarfyrirtækinu Antam og fulltrúi Evrópusamtaka um hagnýta atferlisgreiningu European Association for Behaviour Analysis
Þýskaland
Dr. Hanns Rüdiger Röttgers, prófessor
Dr. Bernhard Brugger, prófessor
University of Applied Sciences, Münster
Noregur
Dr. Børge Strømgren, Akershus University College
Spánn
Dr. Luis Antonio Pérez González, University of Oviedo
Dr. Hanns Rüdiger Röttgers, prófessor hafði þetta að segja um Simple Steps:
„Ég hef haldið fjölda fyrirlestra á ráðstefnum um kosti þess að nota efni sem er búið til af leiðandi aðilum á sviði hagnýtrar atferlisgreiningar, þegar kemur að því að kenna þessi fræði. Síðustu fyrirlestrarnir sem ég hélt voru á ársþingi Þýsku vísindasamtakanna fyrir einhverrfurófsraskanir (WTAS) í Berlín árið 2011 og á ársþingi Evrópsku geðlæknasamtakanna í Vínarborg árið 2011. Viðbrögðin voru jákvæð í alla staði og ýttu undir mikinn áhuga þeim möguleikum sem þetta margmiðunarefni hefur til þess að fylla það skarð sem er að finna þegar kemur að dreifingu nákvæmra upplýsinga um hagnýta atferlisgreiningu.“
STAMPPP II
Leonardo hefur veitt styrk til frekari uppfærslu og þýðinga á Simple Steps efninu. Auk þess að uppfæra nokkra hluta með nýjum hreyfimyndum, þá mun efnið verða aðgengilegt á netinu fyrir þau lönd sem taka þátt í verkefninu. Þátttakendur að þessu sinni eru:
Bretland
Dr. Mickey Keenan BCBA-D, University of Ulster (verkefnisstjóri)
Dr. Stephen Gallagher BCBA-D, University of Ulster
Prófessor K. Dillenburger BCBA-D, Queen’s University, Belfast
Dr. Tony Byrne, frá foreldrasamtökunum PEAT
Nichola Booth BCBA, frá foreldrasamtökunum PEAT
Dr. Neil Martin BCBA-D, frá margmiðlunarfyrirtækinu Antam og fulltrúi Evrópusamtaka um hagnýta atferlisgreiningu European Association for Behaviour Analysis
Ítalía
Prófessor Paolo Moderato, Institute G.P. Fabris, IULM University, Milan
Svíþjóð
Dr. Lise Roll-Pettersson BCBA-D, Stockholm University
Holland
Dr. Jacqueline Schenk, Erasmus University Rotterdam
Ísland
Sigríður Lóa Jónsdóttir sálfræðingur, Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins
Aftari röð, frá vinstri til hægri: Karola Dillenburger prófessor, Dr. Neil Martin, Sigríður Lóa Jónsdóttir sálfræðingur, Dr. Jacqueline Schenk, Paolo Moderato prófessor, Dr. Lise Roll-Pettersson, Lynsay Mulcahy (PEAT). Fremri röð, frá vinstri til hægri: Dr. Stephen Gallagher, Dr. Mickey Keenan, Nichola Booth (PEAT).
STAMPPP II
„Þetta verkefni hefur verið styrkt af Evrópusambandinu. Það sem hér kemur fram endurspeglar eingöngu skoðun höfundar. Evrópusambandið ber enga ábyrgð á hugsanlegri notkun á þeim upplýsingum sem koma fram í ofangreindum texta.“